Fjölmargir látnir í snjóflóði á Ítalíu

Jarðskjálftasvæðið þar sem snjóflóðið féll
Jarðskjálftasvæðið þar sem snjóflóðið féll skjáskot BBC

Að minnsta kosti tveir komust lífs af þegar snjóflóð féll á fjallahótel á Ítalíu í nótt. Um 30 manns voru í hótelinu þegar flóðið féll. Hótelið er í Gran Sasso-fjöllunum í Abruzzo-hérað og er um 90 km frá upptökum jarðskjálfta sem voru á svæðinu í gær. BBC greinir frá. 

uppfært 8.20:

Björgunarsveitir voru að störfum í nótt. Hótelið er í Gran Sasso-fjöllunum í Abruzzo-héraði. „Margir eru látnir,“ sagði Antonio Crocetta, yfirmaður fjallabjörgunarsveitarinnar. 

Að minnsta kosti 30 manns voru á hótelinu þegar snjóflóðið féll. Hluti þaks hótelsins féll niður. Óveður var á svæðinu sem gerði björgunarstarf erfitt. Fyrstu björgunarsveitir komu að hótelinu um klukkan fjögur í nótt. 

Fjórir stórir skjálftar skóku Ítalíu í gær og von var á fleiri eftirskjálftum um nóttina. 

uppfært 8.45:

Ekki er hægt að staðfesta hversu margir létust í flóðinu af virðingu við fjölskyldu þeirra látnu og starfsfólks hótelsins, er haft eftir stjórnvöldum á AFP-fréttaveitunni.  

Að minnsta tveimur var bjargað, að sögn Antonio Di Marco, forseta Pescara-héraðsins. „Við vitum ekki enn hversu margir komust lífs af eða létust,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína. Í sömu færslu segir hann jafnframt: „Eitt er víst að snjóflóðið féll beint á hótelið og hrifsaði það með sér í um 10 metra.“

Ilario Lacchetta, borgarstjóri Farindola, segir það sama á Facebook. „Flóðið var stórt og hrifsaði hótelið með sér.“

Björgunarstarf var erfitt og þurftu fyrstu björgunarsveitarmenn sem komu á staðinn að fara á skíðum um 10 kílómetra til að komast á svæðið. 

 Hótelið er um 90 km frá upptökum jarðskjálftans. 

Fréttin verður uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert