Óttast um líf slökkviliðsmanna

Eldur braust út í 15 hæða verslunarhúsnæði í Teheran í …
Eldur braust út í 15 hæða verslunarhúsnæði í Teheran í Íran. AFP

Óttast er að fjölmargir slökkviliðsmenn hafi fests undir braki þegar eldur braust út í 15 hæða verslunarhús í Teheran í Íran og það hrundi. Sýnt var frá eldsvoðanum beint í sjónvarpinu.  

Samkvæmt ríkissjónvarpinu í Íran er fullyrt að nokkrir tugir hafi verið inni þegar byggingin féll. Það segir jafnframt að um 200 slökkviliðsmenn hafi verið að störfum og að minnsta kosti 38 hafi slasast við að reyna að ráða niðurlögum eldsins áður en byggingin féll.

„Við höfum ítrekað gert athugasemdir við brunavarnir í byggingunni en eigendur hafa aldrei brugðist við,“ segir Jalal Malekias, yfirmaður í slökkviliðinu í Teheran. Hann segir fjölmargt hafi verið ábótavant í byggingunni eins og til dæmis hafi útgönguleiðir ekki verið greiðar. Eigendur húsnæðisins hafi ekki framfylgt fjölmörgum alvarlegum athugasemdunum um brunavarnir.   

Húsnæðið sem er nefnt Plasco, var byggt árið 1960, var rýmt eftir að eldurinn braust út snemma í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert