Velur Perdue sem landbúnaðarráðherra

Sonny Perdue.
Sonny Perdue. AFP

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Sonny Perdue, fyrrverandi ríkisstjóra Georgíu-ríkis sem landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn sína. 

Fram kemur í frétt AFP að þar með hafi Trump skipað í öll helstu ráðherraembætti. Það þýði ennfremur að enginn ráðherranna sé af rómönskum uppruna. Trump tekur formlega við forsetaembættinu á morgun sem 45. forseti Bandaríkjanna.

Pardue er sjötugur að aldri og var öldungadeildarþingmaður fyrir Georgíu í áratug áður en hann gegndi embætti ríkisstjóra ríkisins í tvö kjörtímabil. Georgía er mikið landbúnaðarríki. Þá starfaði hann sem dýralæknir áður en hann hóf rekstur eigin fyrirtækisins.

„Sonny Perdue mun gera frábæra hluti sem landbúnaðarráðherra,“ sagði trumo þegar hann tilkynnti um valið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert