Engin merki um lífsmark

AFP

Enn er leitað í rústum skíðahótels í þeirri von að einhver finnist á lífi, fjórum sólarhringum eftir að snjóflóð féll á hótelið. Engin merki hafa fundist um að einhver sé enn á lífi undir flóðinu.

Enn er 23 saknað eftir snjóflóðið sem féll á hótel Rigopiano. Alls hefur níu verið bjargað úr flóðinu frá því björgunarsveitarmenn komust á flóðasvæðið snemma á fimmtudag. Fólkið var allt staðfest á föstudag en ekki hefur verið hægt að staðsetja fólk undir flóðinu síðan þá. 

Fimm lík hafa fundist og eins hafa tveir fundist á lífi sem voru utandyra þegar flóðið féll. Alls hafa því 11 bjargast úr snjóflóðinu sem féll á miðvikudagskvöld. Daginn áður höfðu nokkrir jarðskjálftar riðið yfir héraðið en þar hafði snjóað sleitulaust í 36 klukkustundir fyrir flóðið.

Sjálfboðaliði að ryðja veginn að þorpinu Castello, sem er í …
Sjálfboðaliði að ryðja veginn að þorpinu Castello, sem er í 15 km fjarlægð frá þeim stað sem snjóflóðið féll á Rigopiano-hótelið í Farindola. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert