Náði ekki að bjarga eigin börnum

Slökkviliðsmaður slekkur logana í rútunni sem brann til kaldra kola …
Slökkviliðsmaður slekkur logana í rútunni sem brann til kaldra kola eftir að hafa rekist á brúarstólpa í nágrenni Veróna. AFP

Kennari, sem sagður er hafa bjargað fjölda nema úr brennandi rútu á Ítalíu á föstudagskvöld, náði ekki að bjarga sínum eigin börnum úr eldhafinu.

Greint var frá því í gær að sextán manns, flestir nemendur sem voru úr leið úr skíðafríi í Frakklandi, hafi látist þegar kviknaði í rútunni eftir að hún lenti á brúarstólpa í nágrenni Veróna.

Frétt mbl.is:16 skólabörn farast í rútuslysi á Ítalíu

Nemendurnir voru allir ungverskir og á aldrinum 14-18 ára. Íþróttakennarinn Gyorgi Vigh bjargaði mörgum nemendanna úr eldhafinu, en hans eigin börn, sonur og dóttir, létust í eldinum, að því er fréttavefur BBC hefur eftir Judith Timaffy, ræðismanni Ungverjalands á Ítalíu.

Eiginkona Vigh, sem nú er meðhöndlaður við brunasárum á sjúkrahúsi, var einnig um borð í rútunni.

Tæplega 40 manns, flestir þeirra börn, slösuðust þegar rútan rakst á brúarstólpann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert