Mæla aftur hæð Everest

Everest-fjall fyrir miðri mynd.
Everest-fjall fyrir miðri mynd. AFP

Vísindamenn ætla að mæla hæð hæsta fjalls heims, Everest, aftur. Grunur leikur á að fjallið hafi lækkað frá síðustu mælingum.

Í frétt Sky kemur fram að mögulega hafi fjallið lækkað eitthvað í kjölfar stórra jarðskjálfta í Nepal. Skjálfti upp á 7,8 stig varð í Nepal 25. apríl árið 2015. Þúsundir létust. Mikil snjóflóð féllu á fjallinu og annars staðar í Himalaja-fjöllum. Skjálftinn var sá stærsti sem orðið hefur í landinu í meira en áttatíu ár. 

Í frétt Sky kemur fram að miðað við gervitunglamyndir sé mögulegt að Everest hafi lækkað um allt að tommu, um 1,5 sentímetra við skjálftann og annan sem fylgdi nokkrum dögum síðar. 

Hópur vísindamanna, m.a. frá Indlandi, mun halda á Everest eftir um tvo mánuði og mæla hæð fjallsins nákvæmlega. Síðustu mælingar, sem gerðar voru fyrir skjálftana, sýndu að fjallið var  8.848 metra hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert