„Köngulóarmaðurinn“ í 8 ára fangelsi

Vjeran Tomic hefur verið dæmdur í 8 ára fangelsi.
Vjeran Tomic hefur verið dæmdur í 8 ára fangelsi. AFP

Þjófur, sem hefur verið kallaður „Köngulóarmaðurinn“, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa stolið fimm verðmætum listaverkum frá listasafni í París.

Vejeran Tomic og tveir vitorðsmenn hans voru einnig sektaðir um 104 milljónir evra, eða um 1,2 milljarða króna, fyrir að hafa stolið málverkunum, sem eru eftir Henri Matisse, Pablo Picasso, Georges Braque, Fernand Leger og Amedoeo Modigliani.

Sektin jafngildir verðmæti verkanna.

Þeir stálu verkunum frá nútímalistasafninu Musée d´Art Moderne í París í maí árið 2010.

Verkin hafa enn ekki fundist og segir lögmaður hjá Parísarborg, sem rekur safnið, hvarf þeirra vera „ólýsanlegan“ missi fyrir mannkynið.

Tomic, sem er 49 ára af króatískum uppruna, játaði að hafa rænt galleríið. Þar er að finna meira en 8.000 verk frá síðustu öld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert