Landamæragirðingin rofin í annað sinn á 3 dögum

Landamæragirðingin sem skilur Ceuta frá marokkósku borginni Fnideq. 600 manns …
Landamæragirðingin sem skilur Ceuta frá marokkósku borginni Fnideq. 600 manns reyndu að komast yfir girðinguna í dag til að geta sótt um hæli á Spáni. AFP

359 afrískir hælisleitendur rufu landamæragirðinguna sem skilur Marokkó frá spænsku hólmlenduborginni Ceuta, nú í morgun. Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem landamæragirðingin er rofin, en 500 hælisleitendur fóru yfir girðinguna síðasta föstudag.

Rúmlega 1.400 hælisleitendur bíða nú í Ceuta eftir komast yfir til Spánar þar sem hælisumsókn þeirra er afgreidd. Hefur Reuters fréttastofan eftir borgaryfirvöldum að óskað hafi verið eftir sendingu af tjöldum svo unnt væri að hýsa allan hópinn. Reuters segir þó líklegt að stærsti hluti hópsins verði sendur aftur heim til Marokkó, eða heimalands síns.

Borgaryfirvöld í Ceuta segja um 600 manns hafa reynt að rjúfa girðinguna í dag, á sama stað og hún var rofin á föstudag. Mætti fólkið vopnað vírklippum og bitdeigum vopnum til að vinna á girðingunni.

Þrír, þar af tveir lögreglumenn, þurftu aðhlynningar við á sjúkrahúsi eftir atgangin þegar hópur fólks reyndi að stökkva niður sex metra háa gaddavírsgirðinguna sem umlykur borgina.

Rúmlega 1.100 hælisleitendur reyndu að komast frá Marokkó til Ceuta í síðasta mánuði og voru flestir þeirra sendir til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert