McMaster nýr þjóðaröryggisráðgjafi

Donald Trump tekur í höndina á H.R. McMaster í Flórída.
Donald Trump tekur í höndina á H.R. McMaster í Flórída. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt herforingjann H.R. McMaster sem nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Hann tekur við stöðunni eftir að Michael Flynn sagði af sér.

Trump segir McMaster vera sérfræðing í hernaði og „gífurlega hæfileikaríkan mann með gífurlega reynslu“.

Flynn varð að segja af sér í síðustu viku eftir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við viðræður sem hann hafði átt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert