Rekin eftir mótmæli

Frá mótmælunum í Los Angeles í Kaliforníu 16. febrúar síðastliðinn.
Frá mótmælunum í Los Angeles í Kaliforníu 16. febrúar síðastliðinn. AFP

Yfir 100 launþegar víðs vegar í Bandaríkjunum hafa misst vinnu sínu eftir að hafa tekið þátt í mótmælum í síðustu viku á svokölluðum degi án innflytjenda. Verkamenn og starfsfólk á veitingastöðum eru á meðal þeirra starfsmanna sem hafa verið reknir eftir mótmælin. BBC greinir frá.   

Markmiðið með mótmælunum var að sýna fram á mikilvægi innflytjenda á bandarískum vinnumarkaði og mótmæla stefnu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í málefnum innflytjenda.  

Starfsmenn munu „gjalda fyrir að taka þátt í mótmælunum“. Þetta segir atvinnurekandi í frétt CNN um málið sem BBC vitnar til. Einnig var haft eftir öðrum vinnuveitanda sem sagðist ekki sjá eftir að hafa rekið 30 múrara sem tóku þátt í mótmælunum. Hann sagði þá jafnframt ekki hafa sýnt liðsanda með því að taka þátt í mótmælunum. 

Nákvæm tala um fjölda þeirra sem hafa verið reknir vegna mótmælanna liggur ekki fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert