Sendiherra Rússlands hjá SÞ látinn

Vitaly Churkin, sendiherra Rússa gagnvart Sameinuðu þjóðunum.
Vitaly Churkin, sendiherra Rússa gagnvart Sameinuðu þjóðunum. AFP

Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, er látinn, 64 ára að aldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu.

Í tilkynningunni kemur fram að Churkin hafi verið bráðkvaddur en ekki er greint frá því hvernig  hann dó.

„20. febrúar lést fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, Vitaly Churkin, óvænt í New York,“ segir í tilkynningunni.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert