Staðfestu dauðadóm yfir fótboltabullum

Ættingjar þeirra sem létust fjölmenntu fyrir utan dómsalinn og héldu …
Ættingjar þeirra sem létust fjölmenntu fyrir utan dómsalinn og héldu á myndum af fórnarlömbunum. AFP

Dómstóll í Egyptalandi staðfesti í morgun dauðadóm yfir tíu fótboltabullum. Mennirnir eru dæmdir fyrir að hafa stofnað til óeirða á knattspyrnuleik í borg­inni Port Said í fe­brú­ar árið 2012 sem varð þess valdandi að 74 létu lífið.

Mennirnir höfðu áfrýjað dauðadóm fyrir tveimur árum og var áfrýjunin tekin fyrir í morgun. Ekkert var minnst á ellefta manninn, sem einnig var dæmdur til dauða í júní 2015.

Tíu aðrir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi og tólf í fimm ára fangelsi. Ættingjar þeirra sem létu lífið fögnuðu fyrir utan dómsalinn í Cairo í morgun.

Óeirðirnar blossuðu upp þegar stuðningsmönnum Al-Masry og Al-Ahly lenti saman eftir leik á milli liðanna en hinir dæmdu eru allir stuðningsmenn Al-Masry. Fótboltabullur hafa kennt yfirvöldum um það hvers vegna átökin fóru úr böndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert