Upptaka af árásinni á Kim

Á myndbandinu sést kona koma aftan að manni og halda …
Á myndbandinu sést kona koma aftan að manni og halda einhverju fyrir vitum hans. Skjáskot/Sky

Myndbandsupptaka úr öryggismyndavélum sýnir hvar konur ráðast á Kim Jong-Nam, hálfbróður Kims Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu.

Á upptökunum, sem fjölmiðlar víða um heim hafa nú birt, og sagðar eru vera úr öryggismyndavélunum, má sjá Kim Jong-Nam ganga um völlinn og svo hvar kona kemur aftan að honum og setur eitthvað fyrir vit hans. Sá hluti myndskeiðsins er frekar óskýr.

Leyniþjónustu Suður-Kóreu grunar að Kim Jong-Un hafi staðið að baki árásinni á bróður sinn sem var eldri en hann og að mörgum tali réttmætur arftaki valdasprotans í Norður-Kóreu.

Á upptökunni má sjá hvar tvær konur nálgast Kim Jong-Nam. Hann lést á flugvellinum fyrir viku, þann 13. febrúar. 

Lögreglan í Malasíu segir að Kim hafi sagt við tollverði á flugvellinum áður en hann lést að tvær konur hefðu strokið vökva yfir andlit sitt og að sig svimaði í kjölfarið.

Ákveðið var að flytja hann á sjúkrahús en hann lést í sjúkrabílnum á leiðinni þangað.

Frétt Sky um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert