„Takk herra forseti“

Í myndbandinu er Donald Trump Bandaríkjaforseta þakkað fyrir að setja …
Í myndbandinu er Donald Trump Bandaríkjaforseta þakkað fyrir að setja Svíþjóð í annað sæti. Skjáskot/Facebook

Kynningarmyndbönd á Evrópulöndum, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er beðinn um að setja viðkomandi land í annað sæti, hafa undanfarið notið mikilla vinsælda á netinu. Eins og flestir vita setur Trump Bandaríkin í fyrsta sæti en annað sætið virtist fram að þessu vera laust til umsóknar.

Nú hafa Svíar þó tekið sig til og birt myndband þar sem Trump er þakkað fyrir að setja Svíþjóð í annað sætið. Myndbandið kemur í kjölfar ummæla sem Trump lét falla á fundi í Flórída um helgina en þar talaði hann um ónefndan atburð sem átti að hafa komið upp í Svíþjóð á föstudeginum. 

„Hér er það sem skipt­ir öllu máli. Við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu. Þið sjáið hvað er að ger­ast. Við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu. Þið sjáið hvað er að ger­ast í Þýskalandi. Þið sjáið hvað gerðist í gær­kvöldi í Svíþjóð. Svíþjóð – hver hefði trúað því?“ sagði Trump.

Í myndbandinu sænska, sem sjá má hér fyrir neðan, gera Svíar grín að ummælum Trump en þar segir að eftir ræðuna séu þeir vissir um að hann hafi nú tekið ákvörðun um að setja Svíþjóð í annað sæti.

„Takk herra forseti fyrir að passa upp á okkur og fyrir að setja Svíþjóð í annað sæti!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert