Dregur úr vinsældum Wilderes.

Þremur vikum fyrir þingkosningar í Hollandi mælist fylgi tveggja flokka nánast það sama. Flokkur Mark Rutte forsætisráðherra, VVD (Frjálslyndir) og flokkur Geert Wilders, PVV (Frelsisflokkurinn) eru með svipað fylgi en VVD hefur mjög sótt í sig veðrið að undanförnu.

Rannsókn Peilingwijzer sem byggir á niðurstöðu nokkurra skoðanakannana bendir til þess að flokkur Wilders fái 24-28 þingsæti en flokkur Rutter 23-27 sæti af 150 sætum í neðri deild hollenska þingsins.

Þetta þýðir að VVD fær 15,2-16,9% atkvæða á meðan PVV fær 15,8-17,6% atkvæða í þingkosningunum 15. mars. 

Samkvæmt Peilingwijzer hefur VVD bætt við sig fylgi á meðan PVV hefur misst þrjú þingsæti á einum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert