Hjálpi öðrum evruríkjum meira

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Þýskaland, öflugasta hagkerfi Evrópusambandsins, verður að leggja meira að mörkum til þess að hjálpa öðrum ríkjum sambandsins. Þetta sagði Pierre Moscovici, yfirmaður efnahagsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag.

Fram kemur í frétt AFP að Þjóðverjar hafi hagnast á gríðarlegum jákvæðum viðskiptahalla undanfarin ár í viðskiptum við önnur ríki Evrópusambandsins. Ráðamenn þeirra hafa þrýst á þýsk stjórnvöld að styðja við hagkerfi ríkjanna með því að fjárfesta meira heimafyrir og auka þannif neyslu og innflutning frá öðrum ríkjum.

Moscovici sagði þessa stöðu mála engum í hag. Ekki einu sinni þýska hagkerfið. Það hefði aftur neikvæð áhrif á evrusvæðið í heild sinni. Framkvæmdastjórnin myndi fylgjast náið með stöðunni enda væri mikliðí húfi fyrir evrusvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert