Fjölmiðlafulltrúi NRC, Tiril Skartsein, staðfestir í samtali við Aftenposten að Khayre hafi stýrt starfi samtakanna í Kenýa til ársins 2014. Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Farmajo, skipaði Norðmanninn í embætti í morgun.

Aftenposten vísar í frétt sómalska fréttavefjarins Maareeq en þar kemur fram að Khayre hafi búið í höfuðborg Kenýa, Naíróbí, en hann er pólitískur aðgerðarsinni. BBC í Sómalíu greinir frá því að hann hafi einnig stýrt starfsemi breska olíufyrirtækisins Soma Oil and Gas. 

Khayre kom meðal annars að stöðu hælisleitenda og flóttafólks í Noregi, aðstoðaði þá við að snúa aftur heim og finna úrræði við að setjast að í Noregi. 

Nýr forsætisráðherra hefur heitið sómölsku þjóðinni að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og vanda vel valið á ráðherrum. Oft hefur verið spenna í samskiptum forseta og forsætisráðherra í Sómalíu og hefur það haft slæm áhrif á framfarir í landinu. 

Kheyre er nýliði í stjórnmálum í Sómalíu en hann er eins og Farmajo með tvöfalt ríkisfang. Kheyre, sem er 49 ára, er náinn fyrrverandi forseta, Hassan Sheikh Mohamud og tilheyrir Hawiye ættbálkinum. Það þýðir að skipun hans í embætti viðheldur valdajafnvæginu þar sem Farmajo er af Darod ættbálkinum. 

Frétt Aftenposten