„Þetta var sprengjuárás“

AFP

Fimm að minnsta kosti létu lífið og 30 særðust þegar sprenging varð í byggingu í verslanahverfi í borginni Lahore í Pakistan í morgun. Lögreglan segir að um sprengjuárás hafi verið að ræða en talið er að íslamistar standi að baki árásinni.

„Þetta var sprengjuárás,“ er haft eftir Nayab Haider, talsmanni lögreglunnar í Punjab-héraði. Árásin er gerð daginn eftir að pakistanski herinn tilkynni um herferð á landsvísu gegn hryðjuverkamönnum í kjölfar ítrekaðra árása undanfarnar tvær vikur þar sem yfir 130 manns hafa týnt lífi.

Önnur sprengjuárás átti sér stað í Lahore 13. febrúar þar sem 14 létu lífið. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst ábyrgð á fyrri árásunum á hendur á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert