Varð fyrir braki og lést

Öldur skella á Newhaven vitanum á suðurströnd Englands í dag.
Öldur skella á Newhaven vitanum á suðurströnd Englands í dag. AFP

Kona lést er brak fauk á hana í óveðri sem nú gengur yfir Bretlandseyjar. Stormurinn hefur verið  nefndur Doris og hefur valdið truflunum á flug- og lestarsamgöngum.

Konan var stödd á gangi um götu í Wolverhampton á Mið-Englandi er brak fauk á hana með þeim afleiðingum að hún hlaut höfuðhögg sem leiddi hana til dauða.

Doris mun láta til sín daga á Bretlandseyjum í dag og fram á kvöld.

Um 10% allra flugferða frá Heathrow-flugvelli í London hefur verið frestað í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert