Múrinn rís langt á undan áætlun

Donald Trump í Maryland í dag.
Donald Trump í Maryland í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vinna við að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hefjist  „fljótlega, langt á undan áætlun“. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt í dag.

Í ræðunni , sem hann hélt á viðburði íhaldsmanna, hét hann því að almenningur í Bandaríkjunum  verði ávallt í fyrsta sæti og að byggður verði „glæsilegur landamæramúr“, að því er kemur fram í frétt BBC

Forsetinn kvaðst einnig ætla að leggja áherslu á að „koma slæmu fólki út úr þessu landi“.

Áheyrendur hrópuðu „USA, USA, USA“ þegar hann ávarpaði þá í Maryland.

Trump var ákaft fagnað er hann flutti ræðuna.
Trump var ákaft fagnað er hann flutti ræðuna. AFP

„Við munum byggja múrinn,“ sagði Trump.

„Satt best að segja hefst vinnan mjög fljótlega. Langt á undan áætlun. Þetta er langt, langt, langt á undan áætlun.“

Ummæli Trumps komu einum degi eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, og John Kelly, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, hittu mexíkóska kollega sína í Mexíkóborg.

Hvorugur þeirra minntist á byggingu múrsins á blaðamannafundi að loknum fundarhöldum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert