Reis upp frá dauðum

Maðurinn var hálfur ofan í vatni þegar hann fannst.
Maðurinn var hálfur ofan í vatni þegar hann fannst. mbl.is/Jónas Erlendsson

Norskur maður reis upp frá dauðum. Hann hafði verið látinn í sjö klukkustundir frá því hjarta hans hætti að slá. Hitastig mannsins var í 28 gráðum þegar hann fannst en hann vaknaði þremur sólarhringum síðar. Aftenposten greinir frá.  

Hinn 41 árs gamli John Arve Johanesen datt í hálku og snjó við lítinn læk og fékk höfuðhögg svo hann gat ekki risið á fætur en hann var hálfur ofan í lækjarsprænunni í frostinu. Þar lá hann í sjö klukkustundir áður en vinir hans fundu hann. Honum til lífs voru trésklossar sem hann var í og áfengi sem rann um æðar hans.   

Johanesen og kona hans höfðu verið í matarboði hjá vinafólki sínu í bænum Rise í Sortland í norðurhluta Noregs. Þegar leið á kvöldið var vín haft um hönd og gleðskapurinn teygði sig fram á nótt. Einhverra hluta vegna skilaði hann sér ekki aftur inn í húsið eftir að hafa farið út að reykja. Vinir hans töldu að hann hefði farið til vina sinna eða jafnvel heim en sú var ekki raunin.

Hann hafði ráfað af stað, líklega í áttina heim til sín, þegar hann datt með fyrrgreindum afleiðingum.

Bærinn Rise í Sortland í norðurhluta Noregs.
Bærinn Rise í Sortland í norðurhluta Noregs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert