Ákæra lögreglumennina

Fórnarlamba blóðbaðsins í Soussse minnst á ströndinni við hótelið. Byssumaðurinn …
Fórnarlamba blóðbaðsins í Soussse minnst á ströndinni við hótelið. Byssumaðurinn gekk um í góðan tíma og skaut eins marga og hann gat. AFP

Stjórnvöld í Túnis ætla að ákæra sex lögreglumenn vegna rangra viðbragða þeirra er árásarmaður hóf skothríð við hótel í Sousse árið 2015. 38 létust. Flestir þeirra voru breskir ferðamenn.

Í gær lauk rannsókn breskra stjórnvalda á aðdraganda árásarinnar. Var ein helsta niðurstaða hennar að lögreglan á staðnum hefði ekki brugðist nógu hratt við. Voru viðbrögðin sögð nálgast það að teljast huglaus.

Lögreglumennirnir sex verða allir ákærðir fyrir að mistakast að koma fólki í neyð til hjálpar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin yfir þeim hefjast.

Í heild verða 33 ákærðir vegna árásarinnar. Ríki íslams lýsti ábyrgð á tilræðinu á hendur sér.

Fjórtán eru í varðhaldi og eru lögreglumennirnir ekki þeirra á meðal. Sjö eru á flótta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert