Fá metupphæð fyrir endurminningarnar

Barack og Michelle Obama njóta mikilla vinsælda og eflaust margir …
Barack og Michelle Obama njóta mikilla vinsælda og eflaust margir sem bíða endurminninga þeirra með eftirvæntingu. AFP

Barack og Michelle Obama hafa gert bókasamninga við Penguin Random House en bækurnar eru sagðar munu fjalla um tíma þeirra í Hvíta húsinu. Samkvæmt Financial Times fá hjónin 60 milljónir dala fyrir skrifin en um metupphæð er að ræða fyrir ævisögu forseta.

Samkvæmt Guardian fékk Bill Clinton greiddar 15 milljónir dala fyrir My Life og George W.  Bush um 10 milljónir dala fyrir Decision Points.

Forsetahjónin fyrrverandi hyggjast láta „umtalsverðan“ hluta greiðslunnar renna til góðgerðamála, þeirra á meðal Obama-stofnunarinnar.

Ekkert hefur verið gefið upp um mögulega útgáfudagsetningu.

Associated Press hefur eftir heimildarmanni að Barack hyggist skrifa endurminningar sínar af árum sínum í embætti en Michelle hyggist miðla reynslu sinni með það að markmiði að veita ungu fólki innblástur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert