Farangur konungs 459 tonn

Salman bin Abdul Aziz, konungur Sádi-Arabíu ræðir við forseta Indónesíu …
Salman bin Abdul Aziz, konungur Sádi-Arabíu ræðir við forseta Indónesíu í dag. AFP

Konungur Sádi-Arabíu er ekki eins og við hin. Að minnsta kosti ekki þegar kemur að ferðalögum. Hann hefur nú lagt land undir fót og í morgun lenti hann í Indónesíu þar sem hann mun dvelja næstu níu dagana. Ferðinni er svo heitið víðar um Asíu. Hann hefur þegar farið um Malasíu en næsti áfangastaðir verða Kína, Japan og Maldíveyjar.

Og ekki var kóngurinn Salman bin Abdul Aziz al-Saud einn á ferð. Og hann er með fleiri en eina tösku. Alls telur farangur hans 459 tonn, að því er fram kemur í fjölmiðlum í Indónesíu. Það er „aðeins“ umfram farangursheimildir hefðbundinna ferðamanna. Þyngd farangursins jafnast á við um 200 fíla. Já, fíla.

Farangurinn er heldur ekkert venjulegur. Hann tekur með sér tvo Mercedes-Benz S600 og tvær frístandandi rafknúnar lyftur. 

En hvað hefur kóngurinn að gera með allt þetta dót?

Þetta er reyndar ekki allt fyrir hann því samkvæmt fréttum í Indónesíu hefur kóngurinn með sér mikið fylgdarlið, alls tæplega 1.500 manns. Með í för eru tíu ráðherrar og 25 prinsar svo dæmi séu tekin.

Kóngurinn og hans fylgdarlið hefur líka bókað öll herbergin á flottustu hótelunum í Jakarta, á eyjunni Jövu og svo Balí þar sem þau munu enda ferðalagið.

Frétt CNN um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert