Fjórtán milljónir hafa safnast

Blómsveigar voru lagðir á gangstéttina þar sem Keith Palmer var …
Blómsveigar voru lagðir á gangstéttina þar sem Keith Palmer var stunginn til bana. AFP

Fjórtán milljónir króna hafa safnast handa fjölskyldu lögreglumannsins sem var stunginn til bana í hryðjuverkaárásinni í London í gær.

Breska lögreglan stendur á bak við söfnunina fyrir fjölskylduna. Lögreglumaðurinn hét Keith Palmer og var 48 ára. Hann lætur eftir sig eiginkonu og börn. Hann vann við öryggisgæslu við þinghúsið.

Keith Palmer.
Keith Palmer. AFP

Innan við sólahring eftir að hann var stunginn hafði lögreglunni tekist að safna 50% af þeim 28 milljónum króna sem markmiðið var að safna á fjáröflunarsíðunni JustGiving, að því er BBC greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert