Hryðjuverkamenn vinsamlegast athugið

Hryðjuverkaárás er engin ástæða til að gleyma mannasiðunum að mati …
Hryðjuverkaárás er engin ástæða til að gleyma mannasiðunum að mati þess sem þetta ritaði. Ljósmynd/Facebook

Opnað var fyrir almenningssamgöngur um alla hluta Lundúnaborga í morgun, eftir hryðjuverkaárásina í nágrenni Westminster í gær þar sem fjórir létu lífið að árásarmanninum meðtöldum.

Lundúnabúar virðast staðráðnir í að láta atburði gærdagsins ekki hafa áhrif á daglegt líf og hefur starfmaður neðanjarðarlestarstöðvar í borginni í því skyni sett upp sérstaka tilkynningu til hryðjuverkamanna, sem nú fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

„Allir hryðjuverkamenn eru vinsamlegast minntir á að þetta er London,“ eru orðin sem tilkynningin hefst á. „Og hvað sem þið gerið okkur þá munum við drekka te og halda okkar striki,“ segir því næst. Í anda hefðbundinnar breskrar kurteisi lýkur skilaboðunum svo a sjálfsögðu á orðunum takk fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert