„Það versta er yfirstaðið“

Blairo Maggi, landbúnaðarráðherra Brasilíu, heimsótti kjúklingaframleiðslufyrirtækið JBS.
Blairo Maggi, landbúnaðarráðherra Brasilíu, heimsótti kjúklingaframleiðslufyrirtækið JBS. AFP

„Það versta er yfirstaðið,“ sagði Blairo Maggi, landbúnaðarráðherra Brasilíu, en kjöthneyksli hefur skekið landið undanfarið. Erlendir markaðir hafa sniðgengið kjötvörur frá landinu eftir að í ljós kom að innihaldslýsingar þeirra reyndust meðal annars hafa vera falsaðar. Kjötvörurnar voru seld­ar inn­an­lands og á er­lenda markaði.

Tug­ir heil­brigðis­eft­ir­lits­starfs­manna eru grunaðir um að hafa þegið mút­ur fyr­ir að votta kjöt neyslu­hæft.

Landbúnaðarráðherrann sagði að búið væri að koma í veg fyrir vandann og kjötvörurnar sköpuðu enga hættu. Hins vegar gætu áhrifin verið talsverð á efnahag landsins og áætlar hann að um 1,5 billjóna dollara viðskipti gætu verið í hættu. 

JBS sem er stór framleiðandi á kjötvörum lýsti því yfir að í 33 af 36 kjötvinnslustöðvum yrðu ekki framleiddar neinar kjötvörur í þrjá daga. Þetta þýðir að framleiðslan dregst saman um 35%.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert