Blés lífi í dauðan hund

Þessi hundur hefur líklega ekki lent í eldsvoða líkt og …
Þessi hundur hefur líklega ekki lent í eldsvoða líkt og frændi hans í Kaliforníu. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það eru ekki allir jafn heppnir að vera á lífi eins og hundurinn Nalu. Vaskur slökkviliðsmaður gerði sér lítið fyrir og bjargaði hundinum úr brennandi húsi. Ekki nóg með það heldur blés hann lífi í hundinn og notaði munn við munn björgunaraðferðina í heilar 20 mínútur þar til hann komst til lífs á nýjan leik. BBC greinir frá

Hundurinn lá meðvitundarlaus inni í brennandi húsi í borginni Santa Monica í Kaliforníu þegar slökkviliðsmaðurinn, Andrew Klein, bjargaði honum út og lífgaði hann við. 

Hundurinn er við hestaheilsu í dag en hann var með súrefnisgrímu í sólarhring eftir atvikið. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert