16 fórust í loftárás á fangelsi

Reykur stígur upp í loftið eftir loftárás á hverfið Jobar …
Reykur stígur upp í loftið eftir loftárás á hverfið Jobar í úthverfi Damaskus í Sýrlandi á dögunum. AFP

Að minnsta kosti sextán manns fórust þegar loftárás var gerð á fangelsi í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands, sem uppreisnarmenn ráða yfir.

Þetta sagði sýrlenska mannréttindavaktin.

Hún greindi frá því að á meðal látinna hafi verið fangar og fangaverðir.

Talið er að rússneskar herþotur hafi gert árásina.

Fram kemur að fangaverðir hafi skotið að föngum sem reyndu að flýja eftir loftárásina. Talið er að einhverjir til viðbótar hafi látið lífið í þeim átökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert