Einn maður enn í haldi lögreglu

Lögreglan hefur handtekið alls 11 manns en sleppt 10 þeirra …
Lögreglan hefur handtekið alls 11 manns en sleppt 10 þeirra aftur. AFP

Einn maður er enn í haldi bresku lögreglunnar eft­ir árás­ina í West­minster í London. Lögreglan handtók alls 11 manns en hefur sleppt 10 þeirra aftur án þess að til frek­ari aðgerða verður gripið gegn þeim.  

Sá sem er enn í haldi lögreglu er 58 ára gamall karlmaður sem var handtekinn í Birmingham á fimmtudaginn. Hann er búsettur í sömu borg og áráarmaðurinn Khalid Masood.   

Lög­regl­an reyn­ir hvað hún get­ur til að finna út hvort Khalid Masood hafi verið einn að verki þegar hann framdi verknaðinn. 

Tvær konur voru einnig handteknar en þeim var sleppt úr haldi gegn trygg­ingu. Önnur þeirra er 32 ára gömul. 

Khalid Masood keyrði inn í mannfjölda á Westminsterbrúnni áður en hann réðst með hnífi inn fyrir girðingu við þinghúsið og stakk lögregluþjón. Alls létust fimm í árásinn að Masood meðtöldum.

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og sagði einn af „hermönnum“ sínum hafi framið verknaðinn. 

Blóm til minningar um fórnarlömb árásarinnar.
Blóm til minningar um fórnarlömb árásarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert