Hótanir berast dómaranum

Donald Trump er ekki sáttur með lögbannið á tilskipun sína …
Donald Trump er ekki sáttur með lögbannið á tilskipun sína um ferðabann. /AFP

Hótanir hafa borist al­rík­is­dóm­aranum Derrick Watson á Hawaii í kjölfar þess að hann stöðvað fram­gang seinni tilskipunar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta um ferðabann. Þetta hefur fréttastofa CNN eftir bandarísku alríkislögreglunni FBI.

Líkt og þekkt er orðið úr­sk­urðaði Watson í lög­sókninni gegn til­skip­un for­set­ans, að mikl­ar lík­ur væru á að bannið myndi valda óaft­ur­kræf­um skaða ef það fengi fram­göngu.

Allt frá því að úrskurðurinn féll hafa hótanir borist Watson í gegnum skilaboð en Michele Ernst, talskona alríkislögreglunnar, segir stofnunina vera meðvitaða um ástandið og kveðst reiðubúin til að bjóða fram aðstoð sína vegna málsins. Vill alríkislögreglan þó ekki gefa upp neinar frekari upplýsingar um eðli hótananna að svo stöddu en rannsókn málsins er í gangi og er það litið alvarlegum augum.

Dóm­stóll­inn í Honolulu, höfuðborg Hawaii-ríkis, var fyrst­ur þriggja dóm­stól­a til að úr­sk­urða um bannið en alríkisdómstólar í tveimur ríkjum til viðbótar, Washingt­on og í Mary­land, hafa jafnframt tekið málið fyrir.

Úrsk­urður­inn hafði það í för með sér að ann­ar kafli til­skip­un­ar­inn­ar, sem lýt­ur að því að banna rík­is­borg­ur­um Írans, Líb­íu, Sómal­íu, Súd­an, Sýr­lands og Jem­en inn­göngu í landið í 90 daga, tók ekki gildi. Þá tók 6. kafli til­skip­un­ar­inn­ar ekki heldur gildi en hon­um var ætlað að stöðva inn­göngu flótta­manna í landið í 120 daga.

Trump hef­ur sagt ferðabannið nauðsyn­legt til að verja ör­yggi Banda­ríkj­anna og halda öfga­mönn­um í burtu. Fyrsta til­raun hans til að setja á ferðabann, í janú­ar síðastliðnum, meinaði rík­is­borg­ur­um sjö ríkja þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta inn­göngu í landið.

Trump sendi Watson tóninn í ræðu sem hann flutti í Nashville í síðustu viku þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum með að dómarinn hafi stöðvað framgang málsins. „Þetta er að mati margra fordæmalaus yfirgangssemi dómstólsins,“ sagði Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert