Ísland er að bráðna

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/Rax

Ísland, land elds og íss, er að bráðna sökum loftslagsbreytinga. Fljúgðu yfir einstakar náttúruperlur landsins til að sjá hvernig þetta allt getur horfið. Með þessum hætti hefst sýndarveruleika-myndband sem sýnir Ísland úr lofti. Bandaríska fréttastofan CNN sýnir myndbandið. 

„Ísland er vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum og þar eru teknar upp Hollywood-kvikmyndir. En þetta landslag mun ekki líta svona út eftir eina eða tvær kynslóðir,“ segir í myndbandinu.

Þrátt fyrir að hækkun hitastigs sjávar um tvær gráður hljómi ekki ýkja hátt þá hefur það alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og bráðnun jökla á Norðurslóðum, segir í myndbandinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert