Óttast að yfir 200 hafi látist

Reykur stígur upp úr hverfi í vesturhluta Mosúl í gær …
Reykur stígur upp úr hverfi í vesturhluta Mosúl í gær eftir loftárás. AFP

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum um að fjöldi almennra borgara hafi látist í loftrárásum á borgina Mosúl í Írak.

Háttsettur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Írak varð skelfingu lostinn vegna „hræðilegs mannfalls“ eftir að fregnir bárust af því að að minnsta kosti 200 manns hafi fallið í loftárásum bandamanna sem Bandaríkjamenn leiða, að því er BBC greindi frá.

Bandarískar herþotur hafa veitt stjórnarher Íraka stuðning við að ná Mosúl aftur á sitt vald úr höndum Ríkis íslams.

Bandarískir fjölmiðlar segja að rannsókn á mannfallinu sé að hefjast.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær fólkið dó.

Engu að síður segjast fréttamenn í vesturhluta Mosúl hafa séð um 50 lík dregin út úr húsarústum í gær eftir loftárásir fyrr í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert