Transfólk fær bætur í Svíþjóð

Transfólk í Svíþjóð fær bætur vegna ófrjósemisaðgerða sem það þurfti …
Transfólk í Svíþjóð fær bætur vegna ófrjósemisaðgerða sem það þurfti að gangast undir. JESSICA GOW

Stjórnvöld í Svíþjóð hyggjast greiða þeim einstaklingum, sem fóru í kynleiðréttingaraðgerð og voru neyddir til að gangast undir ófrjósemisaðgerð í leiðinni, bætur. Upphæðin nemur um 225 þúsund sænskum krónum eða tæplega þremur milljónum íslenskra króna.

Gabriel Wikstrom, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu í viðtali við Dagens Nyheter í dag. 

Einstaklingarnir fóru í umrædda aðgerð á árunum 1972 til 2013. Til að gangast undir slíka aðgerðir var þeim skylt að fara einnig í ófrjósemisaðgerð. Í desember árið 2012 komust sænskir dómstólar að því að slíkar aðgerðir samræmdust ekki stjórnarskrá landsins og auk þess brytu þær gegn mannréttindasáttmála Evrópu. 

Ári síðar óskuðu tæplega 150 transfólk um formlega afsökunarbeiðni og fóru fram á að hver og einn fengi um fimm milljónir evra í bætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert