Hús hrundi til grunna í gassprengingu

Fjölmargir slösuðust þegar gassprenging varð og hús hrundi til grunna.
Fjölmargir slösuðust þegar gassprenging varð og hús hrundi til grunna.

Að minnsta kosti 32 eru slasaðir, þar af tveir alvarlega, eftir að hús hrundi til grunna eftir kröftuga sprengingu líklega af völdum gass í borginni Bebington í Bretlandi í nótt. Guardian greinir frá

Í húsinu sem hrundi var dansstúdíó og húsagagnaverslun. Brak úr húsinu þeyttist í nærliggjandi hús og sprengingin heyrðist langar leiðir, meðal annars til Liverpool. 

Fimmtán manns voru fluttir strax á sjúkrahúsið og er ástand tveggja þeirra alvarlegt. Aðrir 15 fóru sjálfviljugir á sjúkrahúsið með minni háttar meiðsli. 

Um 20 manns þurftu að yfirgefa hús sín í nótt og fengu húsakjól í kirkju í nágrenninu. Einhver bið verður þar til þeir geta farið aftur heim til sín. 

„Þetta slys mun hafa talsverðar afleiðingar. Skemmdirnar eru gríðarlega miklar og ljóst að fólk getur ekki snúið aftur heim til sín í bráð,“ segir Dan Stephens, slökkviliðsmaður í Merseyside. 

Nærliggjandi götum var lokað á meðan slökkviliðsmenn og björgunarsveitarfólk athafnaði sig á svæðinu. Átta slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert