Kókaíni smyglað í gervibanönum

Bananar.
Bananar.

Spænska lögreglan hefur handtekið tvo karlmenn sem eru grunaðir um að hafa smyglað kókaíni innan í gervibanönum sem voru gerðir úr trjákvoðu.

Mennirnir voru handteknir eftir að sjö kíló af kókaíni fundust í nóvember innan í 57 gervibanönum sem voru faldir innan um skipsfarm af alvöru banönum í skipi sem hafði siglt frá Suður-Ameríku til Valencia á Spáni.

Yfirvöld fundu tíu kíló af kókaíni til viðbótar innan í lokum á pappakössum sem geymdu alvöru bananana.

Tveir spænskir menn voru handteknir grunaðir um smyglið og fyrir að vera hluti af skipulögðum glæpasamtökum. Ítalskur maður er einnig í yfirheyrslum vegna smyglsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert