Feðgar létust í árekstri við lest

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. AFP

Karlmaður og þriggja ára gamall sonur hans létu lífið í dag þegar bifreið sem þeir voru í lenti í árekstri við járnbrautarlest á mótum vegar og járnbrautarteina í norðurhluta Hollands. Bifreiðin dróst með lestinni um 250 metra segir í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að feðgarnir hafi verið á heimleið eftir að hafa tekið þátt í skólaferðalagi þar sem kíkt hafi verið á nýfædd lömb. Faðirinn var 31 árs gamall þegar hann lést. Ekki er að öllu leyti ljóst hvað leiddi til slyssins að sögn lögreglunnar.

Málið er í rannsókn en einnig kemur fram í fréttinni að hliðstætt slys hafi átt sér stað á sama stað í byrjun febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert