Félagi Mandela látinn

Ahmed Kathrada.
Ahmed Kathrada. AFP

Einn þekktasti baráttumaðurinn gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku, Ahmed Kathrada, er látinn 87 ára að aldri. Kathrada var einn nánasti vinur og samstarfsmaður Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Þeir eyddu mörgum árum saman í illræmdu fangelsi yfirvalda á Robbin Island. Kathrada lést á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg í nótt eftir skammvinn veikindi.

Kathrada er einn þeirra sem réttað var yfir og dæmdur með Mandela í Rivonia-réttarhöldunum árið 1964. Réttarhöld sem vöktu heimsathygli og beindu sjónum almennings í heiminum að hrottalegri meðferð stjórnvalda í Suður-Afríku á andstæðingum sínum.

Kathrada sat í fangelsi í 26 ár og þrjá mánuði, þar af 18 ár á Robben-eyju. Við lok aðskilnaðarstefnunnar var hann ráðgjafi þingsins hjá Mandela, fyrsta kjörna forseta ANC-stjórnmálaflokksins.

Frétt mbl.is: Frelsishetja sest í helgan stein

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert