Mikill eldsvoði í Gautaborg

Volvo í Gautaborg.
Volvo í Gautaborg. Wikipedia

Mikill eldur braust út í verksmiðju Volvo í Gautaborg í morgun og þurftu 150 starfsmenn verksmiðjunnar að forða sér þegar eldhafið breiddist út. Samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins fylgdi eldinum mikill reykur en tilkynnt var um eldsvoðann rúmlega 9 að staðartíma. 

Eldurinn kviknaði í húsnæði sem hýsir rannsóknarstofu og rafgeymaframleiðslu og að sögn Lars Larsson, varðstjóra í slökkviliðinu, var allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang. Alls tóku 30 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu sem tók tæpa þrjá tíma.

Rýma þurfti nærliggjandi byggingar vegna reyksins en engan sakaði.

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert