Lést af völdum svitalyktareyðis

Wikipedia

Tólf ára bresk stúlka lét lífið síðasta sumar af völdum svitalyktareyðis sem hún notaði óspart. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Móðir stúlkunnar fann hana liggjandi á rúmi í hjólhýsi sem fjölskyldan hafði leigt. Farið var með hana í snarheitum á sjúkrahús þar sem hún lést um tveimur klukkustundum síðar.

Réttarmeinafræðingur hefur nú lokið rannsókn á dauða stúlkunnar, Paige Daughtry, og komist að þeirri niðurstöðu að of mikil notkun á svitalyktareyðinum, sem var í úðabrúsa, hafi orðið til þess að hún hafi andað að sér gufunni frá honum í miklum mæli í því litla rými sem hún hafi verið stödd í í hjólhýsinu á meðan hún hlustaði á tónlist.

Haft er eftir móður stúlkunnar að hún hafi notað svitalyktareyðinn óspart þar sem hún hafi ekki viljað lykta illa. Hún og faðir hennar hefðu gert athugasemd við notkunina. Hún hafi oft varið löngum stundum í herbergi sínu og þá úðað svitalyktareyðinum óspart á sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert