Var næstum því búin að keyra lögreglumenn niður

Atvikið átti sér stað skammt frá bandaríska þinghúsinu.
Atvikið átti sér stað skammt frá bandaríska þinghúsinu. AFP

Kona var handtekinn skammt frá bandaríska þinghúsinu í Washington D.C. í morgun eftir að hún ók bifreið á lögreglubíl og reyndi síðan að keyra yfir fótgangandi lögreglumenn. Eftir það flúði hún á hlaupum en var síðan handtekinn.  

Atvikið átti sér stað fyrir utan Rayburn bygginguna sem hýsir skrifstofur þingmanna um klukkan 9:30 í morgun að staðartíma eða klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Búið var að handtaka konuna um 15 mínútum seinna.

Samkvæmt frétt AFP skutu lögreglumennirnir að konunni en enginn var skotinn.

Á vef BBC er greint frá því að öllum byggingum á svæðinu hafi verið lokað vegna árásarinnar sem þykir minna nokkuð á hryðjuverkin í Lundúnum í síðustu viku. Að sögn talskonu lögreglunnar er litið á atvikið sem glæpamál með engri tengingu við hryðjuverk. 

Atvikið varð eftir að lögreglumennirnir  tóku eftir konunni og aksturslagi hennar sem þótti vera „árásargjarnt og óstöðugt“ og reyndu að fá hana til að stoppa. Konan tók u-beygju og var nálægt því að aka á lögreglumenn í leiðinni. 

Rayburn byggingin er alveg við þinghúsið.
Rayburn byggingin er alveg við þinghúsið. Skjáskot/Google Maps
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert