Fimm milljóna múrinn rofinn

Maður flýr af vettvangi loftárásar í Damaskus með tvö slösuð …
Maður flýr af vettvangi loftárásar í Damaskus með tvö slösuð börn. Mannfallið í stríðinu í Sýrlandi jafnast nú á við alla íslensku þjóðina. AFP

Fjöldi þeirra sem flúið hafa styrjaldarástandið í Sýrlandi er nú kominn yfir fimm milljónir. Þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í dag.

„Fjöldi karla, kvenna og barna sem hafa flúið síðustu sex ár undan stríðinu í Sýrlandi er kominn yfir fimm milljóna múrinn. Alþjóðasamfélagið þarf að gera meira til að hjálpa þeim,“ stendur í yfirlýsingu frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna.  

Mannréttindasamtök og stofnanir telja að í það minnsta 320 þúsund manns hafi fallið í átökunum í landinu, þar af um 96 þúsund óbreyttir borgarar.

Meira en helmingur þjóðarinnar hefur yfirgefið heimili sín og 13,5 milljónir þarfnast mannúðaraðstoðar.

Á síðustu mánuðum hefur mannfall verið gríðarlegt í röðum uppreisnarmanna. Þó er ekki komið að þeim tímapunkti að forseti landsins hafi lýst yfir sigri.

Tyrkir draga sig til baka

Í dag fjallar BBC ítarlega um stríðið í Sýrlandi, söguna og nýjustu vendingar. Þar kemur m.a. fram að Tyrkir hafi ákveðið að hætta hernaði sínum gegn vígamönnum Ríkis íslams á landamærum Tyrklands og Sýrlands. Þar hafa Tyrkir varist uppgangi hryðjuverkasamtakanna í sjö mánuði. Hernaður þeirra beindist einnig gegn aðskilnaðarsinnum Kúrda sem Tyrkir hafa viljað stöðva í að helga sér stærra svæði í norðurhluta Sýrlands. Það sem stjórnvöld í Tyrklandi óttast er að hóparnir kyndi undir átökum í suðausturhluta Tyrklands. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert