Forsetinn fyrrverandi handtekinn

Fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-Hye, hefur verið tekin höndum og ákærð fyrir spillingu. Meðal annars fyrir að misnota vald sitt og leka ríkisleyndarmálum.

Fram kemur í frétt AFP að nauðsynlegt hafi verið talið að handtaka Park þar sem færð hafi verið rök fyrir helstu ákæruatriðum og hætta væri á að sönnunargögn væru annars eyðilögð. 

Park var yfirheyrð í tæplega níu klukkustundir í dómsal í gær þar sem dómari lagði mat á það hvort ástæða væri til þess að taka hana höndum.

Forsetinn fyrrverandi var svipur embætti fyrr í mánuðinum af hæstarétti Suður-Kóreu en áður hafði þing landsins svipt hana friðhelgi.

Park hefur þvertekið fyrir að ásakanirnar eigi við rök að styðjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert