Stórbruni í Kristiansand

Norska lögreglan, mynd úr safni.
Norska lögreglan, mynd úr safni. Wikipedia

Fjórir slösuðust í miklum eldsvoða í fjölbýlishúsi í miðborg Kristiansand í morgun. Búið er að bjarga nokkrum út úr brennandi húsinu en óvíst er hvort fleiri séu þar inni en alls eru 18 með heimilisfesti í húsinu við Tollbodgata.

Slökkviliðið er að störfum og að sögn lögreglu hefur slökkviliðið leitað af sér allan grun um að fólk sé enn inni á fyrstu tveimur hæðum hússins. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins var kominn á vettvang á undan slökkviliði og segir hann að eldurinn hafi logað út um glugga á fyrstu hæð hússins og dreifðist hratt upp á aðrar hæðir. 

Einum íbúa tókst að komast út um glugga hússins en slökkviliðið bjargaði tveimur af þaki hússins. Einni konu var bjargað út úr brennandi byggingunni með aðstoð krana. 

Frétt NRK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert