„Reiðar eiginkonur“ mótmæltu í París

Hundruð manna tóku þátt í mótmælagöngu sem var skipulögð af eiginkonum lögreglumanna í París. Markmiðið var að sýna lögreglunni stuðning eftir að einn lögreglumaður var drepinn á breiðgötunni Champs Elysee í París.

Mótmæltu þær ofbeldi í garð lögreglumanna. 

„Okkar daglega líf er uppfullt af áhyggjum. Öll þessi atvik. Í hvert skipti sem við heyrum af einhverju í sjónvarpinu spyr maður sig hvort þetta séu þeir. Við erum alltaf stressaðar yfir þessu og við þurfum að lifa með því,“ sagði ein þeirra sem tóku þátt í mótmælunum við AFP-fréttastofuna.

Hópurinn sem stóð fyrir göngunni kallar sig „Reiðar eiginkonur lögreglumanna“. Gekk hann í gegnum miðborg Parísar tveimur dögum eftir að Xavier Jugelé var skotinn tvívegis í höfuðið af dæmdum glæpamanni sem hét Karim Cheurfi.

Á öðrum stað í París beitti lögreglan táragasi vegna átaka sem áttu sér stað í mótmælagöngu verkalýðsfélags í austurhluta borgarinnar vegna forsetakosninganna sem hefjast á morgun.

Fyrr í dag var maður með hníf handtekinn við Gar e du Nord-lestarstöðina. Lestarstöðin var rýmd og greip um sig mikil skelfing á meðal farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert