Samþykktu landbúnaðarráðherra Trumps

Sonny Perdue.
Sonny Perdue. AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í dag Sonny Perdue sem landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna með miklum meirihluta atkvæða eða 87 gegn ellefu. Perdue er sjötugur að aldri og ólst upp á sveitabæ en hann var áður ríkisstjóri Georgíu-ríkis.

Tveir sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt sem ráðherra eiga enn eftir að fá staðfestingu öldungadeildarinnar. Þeir Alex Acosta, sem verður atvinnumálaráðherra ef hann fær staðfestingu, og Robert Lighthizer sem tilnefndur er sem viðskiptaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert