12 fangar létust í byssubardaga

12 fangar létust í átökum. Mynd úr safni frá fangelsi …
12 fangar létust í átökum. Mynd úr safni frá fangelsi í Venesúela þar sem líkamsleifar fanga fundust í mars. AFP

12 fangar létust og 11 særðust í átökum milli gengja í fangelsi í austurhluta í Venesúela í gær. Níu af þeim sem létust urðu fyrir byssuskoti. Fangelsið sem nefnist Jose Antonio Anzoategui er talið eitt það alræmdasta í landinu. Bardagar milli fanga í fangelsum í Venesúela eru tíð.     

Átökin brutust út þegar átti að afvopna fanga í fangelsinu. „Fangar bera enn vopn á sér og það eru fangar sem eru með uppreisn,“ segir talsmaður fangelsismálaráðuneytisins. Rannsókn er hafin á atvikinu og þeir sem bera ábyrgð verða leiddir fyrir dómara. 

Í fyrra létust 14 fangar í þessu fangelsi. Talið er að um 55 til 88 þúsund fangar bíði í yfirfullum fangelsum landsins eftir dómi. Stjórnvöld vilja ekki gefa upp fjölda þeirra fanga sem sitja inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert