Afhenda umdeilt loftvarnarkerfi

AFP

Bandarískir hermenn hófu afhendingu loftvarnarkerfis í Suður-Kóreu í nótt en fyrirhuguð uppsetning þess hefur reitt Kínverja til reiði. Mikil spenna ríkir á þessum slóðum vegna áætlana Norður-Kóreu á sviði kjarnorku.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt kínversk stjórnvöld til þess að styðja við uppsetningu þess en Kínverjar eru afar ósáttir við uppsetningu Terminal High Altitude Area Defense (THAAD) kerfisins.

Bandaríkin og Suður-Kórea segja tilganginn með því að geta fylgst nánar með kjarnorkuvá frá Norður-Kóreu. Kínverjar óttast aftur á móti að það muni draga úr vörnum þeirra og öryggi.

Eins eru íbúar á svæðinu þar sem kerfið verður sett upp ósáttir þar sem þeir óttast umhverfisáhrifin. Til átaka kom á milli íbúa og lögreglu í nótt vegna þessa og slösuðust tíu hið minnsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert