Alvarlegt slys á járnbrautarteinum

Bressanone.
Bressanone. Wikipedia/Laura1010

Tveir starfsmenn járnbrautafyrirtækis létust og þrír slösuðust í nótt í slysi sem varð skammt frá Brenner-skarði. Loka þarf tímabundið hluta af aðaljárnbrautarkerfi Ítalíu til Austurríkis vegna slyssins.

Slysið varð við Bressanone sem er skammt frá Brenner-skarði sem tengir löndin tvö saman í Ölpunum. Mennirnir sem létust og einnig þeir sem slösuðust unnu við viðhald á járnbrautarteinunum en hemlar stórrar vinnuvélar gáfu sig og lenti vélin í hörðum árekstri við aðra stóra vinnuvél á teinunum.

Alls þurfti að loka fyrir umferð um 10 km langa leið á milli Bressanone og Fortezza.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert