Endurheimtu borgina Hatra

Þessi ljósmynd var tekin í Hatra árið 2010 áður en …
Þessi ljósmynd var tekin í Hatra árið 2010 áður en Ríki íslams náði þar yfirráðum. AFP

Stjórnarher Íraka hefur endurheimt fornu borgina Hatra sem hefur verið undir stjórn Ríkis íslams.

„Hashed al-Shaabi (hersveitirnar) hafa frelsað hina fornu borg Hatra [...] eftir harða bardaga við óvininn,“ sagði í yfirlýsingu frá stjórnarhernum.

Hatra er á heimsminjaskrá UNESCO vegna þeirra fornminja sem þar er að finna. Borgin er staðsett í eyðimörkinni suðvestur af borginni Mosúl.

Hatra var stofnuð fyrir um tvö þúsund árum. Liðsmenn Ríkis íslams hafa lagt sig fram við að eyðileggja þau menningarlegu verðmæti sem þar var að finna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert